top of page
Maduur_með_lax_ur_Elliðaam_minnkud
Einar Geir minnkud
IMG-3083minnkud
REYKOFNINN hefur reykt og grafið fisk fyrir íslenska veiðimenn í meira en 40 ár

-  VIÐ VERKUM FISKINN ÞINN  -

Skemmuvegi 14 (Bleik gata), 200 Kópavogi - Opið mán-fös  9:00 - 17:00 /  Lokað um helgar

Ágæti veiðimaður


Þú ert mikilvægasti hlekkurinn við að tryggja afurðargæðin !

Um leið og þú hefur landað fiskinum og aflífað hann þá hefst skemmdarferlið.  Það er því mikilvægt að meðhöndlun aflans sé með eftirfarandi móti til að tryggja afurðargæðin sem best.

  1. Allan silung þarf að slægja svo fljótt sem auðið er (því fyrr, því betra).  

    Lax þarf ekki að slægja, þar sem melting liggur jafnan niðri í laxi í ám.

    Lax þarf hins vegar að blóðga strax.
     

  2. Þrífa þarf fiskinn með köldu vatni og passa að ekki laumist sandur/mold með honum.  Eftir skolun skal koma fisknum fyrir í umbúðum sem verja hann fyrir jarðvegssmiti (t.d. plastslanga, lokað plast ílát o.s.frv.).
     

  3. Kæla þarf aflann eins fljótt og eins mikið og hægt er (og verja fyrir sólarljósi). 
     

  4. Það er í góðu lagi að frysta fisk sem á að fara í reykingu.  Fyrir frystingu skal ganga vel frá fisknum og pakka einum og einum fiski í poka (slöngu) og hnýta fyrir.  EKKI ER GOTT AÐ FRYSTA MARGA FISKA SAMAN það hægir á frystingunni og uppþíðingin verður líka mjög hæg.  Hæg frysting og hæg uppþíðing mun koma niður á gæðum afurðarinnar.

    Sé rétt gengið frá fiskinum fyrir frystingu, getur hann geymst í upp undir 1 ár í frysti fyrir reykingu.  Við mælum samt með því að geyma fiskinn ekki meira en 6 mánuði áður en komið er með hann í reyk.

     

    Að sjálfssögðu má líka koma með fiskinn ferskan beint úr á/vatni í vinnslu.  En gætið sérstaklega að lið 1-3 hér að ofan !
     

  5. Veiðimönnum er velkomið að koma með heilan (slægðan) fisk eða flök til vinnslu.  Það hefur færst aðeins í aukana að veiðimenn flaki sjálfir og beinhreinsi flök sín fyrir reykingu.  Athugið þó að flök í geymslu skemmast fyrr en heill eða slægður fiskur.  Því er mjög áríðandi að ef geyma skal flök til seinni nota í frysti, að ganga frá flökunum í þéttar og ógegndræpar umbúðir fyrir frystingu.  Og ekki er hægt að geyma flök jafn lengi og heilan fisk.

 

ÁSTÆÐUR ÞESS AÐ VIÐ FJARLÆGJUM EKKI PIN BEIN ÚR „HNAKKASTYKKI“

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að við plokkum ekki svokölluð pin-bein úr laxi og silungi fyrir veiðimenn.

  1. Það er ólíklegt að við kæmumst yfir það að beinhreinsa allan fisk sem hingað kemur svo vel væri.
     

  2. Í vinnsluferli Reykofnsins er lögð mikil áhersla á að fiskur frá viðskiptavini A komist aldrei í snertingu við fisk frá viðskiptavini B. Ástæður þess eru örverufræðilegs eðlis.

    Ef fiskur frá viðskiptavini A hefur ekki hlotið topp meðhöndlun eftir veiði og inniheldur mikið af gerlum, þá viljum við lágmarka áhættuna á að fiskur viðskiptavinar B smitist.

    Það gerum við með því að halda afla viðskiptavinar A og viðskiptavinar B fjarri hvor öðrum í gegnum allt vinnsluferlið – auk þess sem sameiginlegir snertifletir eru nánast engir.

    Ef bein í hnakkastykki væru fjarlægð, þá yrði það gert með vél sem skoluð væri eingöngu fyrir kaffitíma/hádegismat og svo sótthreinsuð í lok dags.

    Að okkar mati er þetta ekki nóg til að tryggja að smit geti ekki borist milli afla frá veiðimanni A yfir í afla frá veiðimanni B.

    Pin beinin liggja öll eins og ná frá hnakka og næstum niður á mitt flak.  Þau eru um15 talsins í hverju flaki.   Að plokka nokkur bein úr hnakkastykki á reyktum/gröfnum fiski er auðvelt og fljótlegt fyrir veiðimenn að gera áður en fiskurinn er borinn fram. 

    Við vonum að viðskiptavinir deili þeirri skoðun með okkur að öryggi matvælanna sé aðalatriðið.

    Kári P. Ólafsson
    Matvælafræðingur

bottom of page