top of page
- Reykofns lax er einstök sælkeravara-
Komdu í verslun okkar að Skemmuvegi 14 í Kópavogi
Reykofninn er lítið fjölskyldufyrirtæki og handverkshús, sem staðsett er í Kópavogi. Ólafur H. Georgsson byrjaði að reykja fisk fyrir rúmum 40 árum. Við hliðina á honum starfar nú sonur hans Kári Pétur Ólafsson matvælafræðingur sem er að taka við keflinu.
Hvert fiskflak er meðhöndlað í litlum lotum frá flökun, í söltun og þurrkun (og kryddi bætt við eftir atvikum) áður en það er sett í reyk. Með áratuga vöruþróun hefur laxinn frá Reykofninum fengið einstakt bragð og áferð. Okkar hefðbundna kaldreyking og marinering á laxi hefur fengið frábæra dóma af matgæðingum.
Opið Mán-Fös frá 9 til 17 (lokað um helgar)
bottom of page