Kofareykti RO laxinn er verkaður eftir ævafornri aðferð þar sem salt og þykkur taðreykur spila aðalhlutverkin ásamt sérvöldu hágæða hráefninu.  Verkunin tekur 6 daga og er nostrað við laxinn í hverju skrefi, enda er hver einasti vinnsluliður mikilvægur í að gefa afurðinni sitt auðkennandi bragð og áferð.  

 

Hægt er að velja um að fá Kofareykta RO laxinn í heilum flökum (stórt, miðstærð, lítið), eða í þremur bitum (ca 300-350g hver biti).

Kofareyktur lax

SKU: 0003
4.180krPrice
Flak (800-900g)
3 bitar (300-350g pr stk)
  • Kofareykti RO laxinn geymist í 4 vikur í kæli (0-4°C) í óopnuðum umbúðum.
    Eftir að umbúðir eru opnar er ekki ráðlegt að geyma laxinn í meira en 2-3 daga í kæli.  Hægt er að frysta laxinn í óopnuðum umbúðunum í upp undir 1 ár.

  • Kofareykti RO laxinn er ákaflega góður ofan á brauð, snittur og í salöt.
    Einnig passar hann vel með eggjum og sem hliðarbiti við eggjahræru.
    Að bera fram kofareyktan RO lax með bát af appelsínu er líka eitthvað sem vert er að prófa.

© 2019 REYKOFNINN EHF - Skemmuvegi 14 (Bleik gata), 200 Kópavogi - Sími 5572122 - info@reykofninn.com